Vöru bætt við körfu

Hardy's

Saga Hardy’s er um margt áhugaverð. Þessi ástralski vínframleiðandi er í dag stöndugt stórfyrirtæki með útflutningsumsvif um allan heim en á þó uppruna sinn að rekja til smábæjarins Gittisham í Devon-héraði í Englandi. Þaðan lagði ungur og ævintýragjarn maður af stað til að freista gæfunnar árið 1850, og hann átti svo sannarlega eftir að verða sinnar gæfu smiður í hinni fjarlægu Ástralíu.

Hinn tvítugi Thomas Hardy afréð að freista gæfunnar í fjarlægum löndum, nánar tiltekið hinum megin á hnettinum, í Ástralíu. Fyrstu árin eftir komuna vann hann baki brotnu og uppskar loks árangur erfiðis síns árið 1853, er hann gat loks keypt landspildu við bakka árinnar Torrens. Næstu áratugina óx fyrirtækinu fiskur um hrygg og árið 1912, er Thomas Hardy var orðinn 82 ára, féll hann frá og skildi þá við fyrirtækið – sem hafði sprottið úr 30 pundum og ómældum dugnaði – tilbúið til að takast á við nýja tíma, um leið og stofnandinn var, og er enn, álitinn faðir víngerðar í Suður-Ástralíu.

Framleiðsla Hardys er í dag geysifjölbreytt og telur tæplega 40 mismunandi vín –rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín – meira að segja eitt Moscato vín, en það eru hvítvín úr Muscat-þrúgunni sem eiga sívaxandi vinsældum að fagna hin seinni ár enda er þrúgan með hátt sykurinnihald og þar af leiðandi gefur hún af sér vín sem eru einkar auðdrekkanleg, ennfremur af því áfengisinnihaldið er iðulega í lægri kantinum.

Andi, dugnaður og þrautseigjan sem einkenndi frumherjann Thomas Hardy í upphafi einkennir ennþá reksturinn og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar Hardys fagnaði 150 ára afmælinu árið 2003 var vínið frá fyrirtækinu flutt til alls 130 landa víða um heim, 7.6 milljónir kassa af vínflöskum seld á hverju ári, um 2 milljón glös drukkin af Hardys á degi hverjum og flaska keypt fjórðu hverja sekúndu. Geri aðrir betur!

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?