Hunt’s eru sérfræðingar í tómatvörum með yfir 120 ára reynslu á því sviði.
Tómatarnir eru ræktaðir af ástríðu við kjörskilyrði í hinni sólríku Kaliforníu. Þeir eru tíndir fullþroskaðir af tómatplöntunni, hýðið er hreinsað af með svokallaðri FlashSteam aðferð þar sem einungis er notast við vatnsgufu. Tómatarnir eru að lokum settir í dósirnar, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir eru tíndir.
Þegar notast er við Hunt’s tómatvörur má treysta því að einungis sé um besta hráefnið að ræða, enda hafa Íslendingar tekið Hunt’s vörunum opnum örmum.
Hunt’s fjölskyldan er stór og vörurnar sem henni tilheyra eru tómatsósa, pizzusósa, pastasósur og grillsósur. Auk þess eru niðursoðnir tómatar, tómatmauk og tómatþykkni hluti af fjölskyldunni.