Þeir sem þekkja til viskís vita að Skotland er „gamla landið“ og Japan um leið „nýi heimurinn“, ef svo má segja. Nú þegar Japan hefur fest sig í sessi sem framleiðandi frábærra viskía er næsta Taívan mögulega næsta land til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi sem nýr og spennandi framleiðandi með úrvalsviskí á boðstólum. Einn fremsti framleiðandinn þar í landi er Kavalan og þar fer einstaklega metnaðarfullt starf fram sem viskíáhugafólk hvarvetna ætti að kynna sér.
Kavalan var stofnað árið 2005 og er fyrirtækið fyrsta viskígerðin þar í landi og um leið sú eina sem er fjölskyldufyrirtæki. Nafnið er dregið af hinu forna heiti Yilan-sýslu þar sem viskígerðin er staðsett, í Norð-Austur Taívan. Tært og ferskt vatnið ásamt hreinu loftinu gera eyjuna að fyrirtaks umhverfi til að framleiða viskí. Veðurfarið á þar ekki sístan hlut, en þar sem jafnan er vel heitt í Taívan þá þenst viðurinn í tunnunum meira út en almennt gerist þar sem viskí er framleitt. Þar af leiðandi dregur viskíið í sig bragð og lit mun hraðar úr viðnum en ella og Kavalan viskíið þroskast því mun hraðar en önnur, sem gerir það einkar spennandi að prófa.