Vöru bætt við körfu

Kavalan

Kavalan

Þeir sem þekkja til viskís vita að Skotland er „gamla landið“ og Japan um leið „nýi heimurinn“, ef svo má segja. Nú þegar Japan hefur fest sig í sessi sem framleiðandi frábærra viskía er næsta Taívan mögulega næsta land til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi sem nýr og spennandi framleiðandi með úrvalsviskí á boðstólum. Einn fremsti framleiðandinn þar í landi er Kavalan og þar fer einstaklega metnaðarfullt starf fram sem viskíáhugafólk hvarvetna ætti að kynna sér.

Kavalan var stofnað árið 2005 og er fyrirtækið fyrsta viskígerðin þar í landi og um leið sú eina sem er fjölskyldufyrirtæki. Nafnið er dregið af hinu forna heiti Yilan-sýslu þar sem viskígerðin er staðsett, í Norð-Austur Taívan. Tært og ferskt vatnið ásamt hreinu loftinu gera eyjuna að fyrirtaks umhverfi til að framleiða viskí. Veðurfarið á þar ekki sístan hlut, en þar sem jafnan er vel heitt í Taívan þá þenst viðurinn í tunnunum meira út en almennt gerist þar sem viskí er framleitt. Þar af leiðandi dregur viskíið í sig bragð og lit mun hraðar úr viðnum en ella og Kavalan viskíið þroskast því mun hraðar en önnur, sem gerir það einkar spennandi að prófa.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?