Vöru bætt við körfu

Knob Creek

Knob Creek

Knob Creek er tiltölulega ungt merki, stofnsett árið 1992 sem eitt af dýrari undirmerkjum Jim Beam.

Hugmyndin að baki Knob Creek er að búa til bourbon eins og það var „hér áður fyrr“, bragðmikið og sterkt. Þegar Andrew J. Volstead mælti fyrir 18. viðaukanum við stjórnarskrá Bandaríkjanna í janúar 1919, sem varð að hinum svonefndu Volstead-lögum, varð úr hið afdrifaríka áfengisbann sem meðal annars kom skipulagðri glæpastarfsemi á legg í Bandaríkjunum. Við þetta fóru brugghúsin í Kentucky og víðar skiljanlega á hausinn og fæst þeirra áttu sér viðreisnar von. Þau sem áttu afturkvæmt í rekstur að áfengisbanninu loknu, 14 árum síðar, höfðu ekki fjármagn til að hafa viskíið sitt á ámum í fleiri ár heldur drifu framleiðsluna í sölu strax eftir 2 til 3 ár.

Fyrir bragðið þróuðu Bandaríkjamenn upp til hópa með sér smekk fyrir léttari viskíum. Booker Noe (1929-2004), sem var ekki aðeins viskígerðarmeistari Jim Beam í 40 ár heldur dóttursonur hins raunverulega Jim Beam, gerði það að markmiði sínu að búa til bourbon upp á gamla mátann, sem fengi að vera lengi á ámunum til að draga í sig mikinn lit og bragð, og vera framleitt að miklu leyti úr rúg, sem ljær því kryddað og mikið bragð. Úr varð Knob Creek, gullinbrúnt og magnað, 50% að áfengismagni – bourbon fyrir lengra komna.

Til að undirstrika tenginguna við gamla tíma er flaskan sem Knob Creek er fyllt á rétt eins flöskurnar voru um aldamótin 1900, ferköntuð eins og lyfjaglas, og miðinn er hannaður til að vísa til þeirra tíma er áfengisflöskur voru jafnan vafðar inn í gamlan dagblaðapappír. Sonur Bookers heitins, Fred Noe, heldur uppi hefðinni við framleiðslu Knob Creek enda ólst hann upp í viskígerðinni og fylgdist þar með karli föður sínum við verkin.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er