Hvað er meira frískandi og hressandi en vel heppnað gin í glasi með nóg af ísmolum? Líklega ekkert nema gin sem lagað er í anda Miðjarðarhafsins. Larios er gin sem framleitt er eins og hefðbundin London Dry gin, þ.e. með einiberjum, appelsínuberki og kóríander, en það er tvíeimað sem gerir það min mýkra en um leið þurrara. Fyrir bragðið er Larios einstaklega aðgengilegt og bragðgott og fer hreinlega á kostum í öllum kokteilum þar sem gin kemur á annað borð við sögu.
Larios gin á sér langa sögu, allt aftur til ársins 1866. Það náði snemma vinsældum enda þótti tvíeimað ginið mjúkt og og auðdrekkanlegt, ekki síst í góðu veðri. Haft var á orði í þessu gini byggi andi og stemning Miðjarhafsins. Þegar klúbbagestir og barflugur aftur í 80’s fengu æði fyrir svalandi „long drinks“ sló Larios í gegn og hefur haldið stalli sínum allar götur síðan. Ginið er til að mynda mest selda ginið á Spáni, enda fer það fullkomlega við sólríkt umhverfið og áhyggjulausa stemninguna.
Larios fæst bæði sem klassískt London Dry gin, Larios Rosé sem er með seiðandi jarðarberjakeim og loks Larios Premium, sem er hágæðagin eimað 5 sinnum.