Árið er 1999. Maður að nafni Martin Miller er í meira lagi óhress með úrvalið sem í boði er af hágæða gini. Eins og sönnum frumherja sæmir eyðir hann ekki tímanum í að barma sér yfir ástandinu heldur afræður að taka á vandanum með því að búa til hið besta mögulega gin.
Til þess þurfti besta fáanlega hráefni sem völ var á, hvaðan sem þurfti að sækja það í veröldinni. En mikilvægasta hráefnið – sjálft vatnið – var bara hægt að fá á einum stað að hans mati; á Íslandi. Hið mjúka, steinefnaríka og kristaltæra íslenska bergvatn var það sem hr. Miller vildi fá í ginið sitt, og það fékk hann. Það var meira vesen að fá vatn frá Íslandi og sömuleiðis mun dýrara, en fyrst hann hafði afráðið að búa til það sem hann vildi að yrði besta gin í heimi, varð ekki umflúið að nota íslenskt vatn. Þess vegna er merkið sem prýðir hverja flösku af Martin Miller’s Gin tveir fánar á krosslögðum stöngum: sá enski og sá íslenski.
Árangurinn sýnir að Martin stóð við stóru orðin. Sá mikli fjöldi verðlauna sem ginið hans hefur hlotið síðan það kom á markaðinn árið 2003 sýnir svo ekki er um að villast að Martin Miller’s Gin á býsna sterka kröfu á titilinn „Besta Gin í heimi“. Alls 120 verðlaun í alþjóðlegum keppnum staðfesta það.