Vínframleiðandinn Melini á sér sögu sem nær aftur til ársins 1705 og telst í hópi elstu og sögulegustu víngerða á Chianti-svæðinu. Melini hefur þar yfir að ráða rúmlega 1200 hekturum af ræktunarsvæði og af þeim eru meirihlutinn á besta stað í Chianti Classico svæðinu.
Í gegnum tíðina hefur Melini lagt á það á það megináherslu að innleiða hvers kyns nýjungar til að bæta gæði framleiðslunnar og nýjast tækni og vísindi hafa ávallt verið leiðarljósið. Stofnandinn, Adolpho Laborel Melini, notaði gerilsneyðingu við víngerð sína þegar árið 1830, 33 árum áður en Louis Pasteur skrifaði fyrst um það ferli sem átti eftir að gerbylta matvælaframleiðslu heimsins. Það sem olli þó enn meiri byltingu fyrir reksturinn var tegund af flösku sem Melini kynnti til sögunnar árið 1860, og var gerð af glermeistaranum Paolo Carri. Flaskan nefndist „strapeso fiasco“ og var úr nýrri tegund af sérlega hertu gleri, sem þoldi flutninga miklu betur en þær glerflöskur sem þá voru almennt notaðar. Flaskan auðveldaði flutninga yfir land og haf til mikilla muna og gerði Melini kleift að stórauka söluna í framhaldinu.
Óumdeilt að Melini víngerðin státar af þremur afrekum meðal ítalskra framleiðenda: hún var drifkrafturinn að baki landvinningum og velgengni Chianti vína snemma á 20.öldinni; hún var fyrsta víngerðin í Toskana, og ein sú fyrsta á Ítalíu, til að framleiða vín með því að velja fyrst bestu vínekrurnar til framleiðslunnar hverju sinni byggt á „cru“ viðmiðinu; hún er eitt útbreiddasta Chianti-vörumerki í heiminum.