Allar góðar sögur byrja á ákveðnum stað og ákveðinni stund. Rommið frá Mount Gay byrjar sögu sína á eynni Barbados í Karabíska hafinu árið 1703. Það hefur verið sleitulaust í framleiðslu síðan þá sem gerir það ekki bara að elsta rommi í heimi, heldur líka að elsta sterka áfengisdrykk veraldar.
Rommið heitir eftir Sir John Gay, sem var aðsópsmikill kaupsýslumaður sem lét víða til sín taka á Barbados. Þegar hann hóf framleiðslu sína höfðu innfæddir lengi unnið rótsterkan rommdrykk úr sykurreyrnum sem vex á eynni, drykk sem þeir kölluðu Djöflabani. Herra Gay ákvað að slípa til framleiðsluferlið og tókst á skömmum tíma að búa til romm sem þótti taka öllu öðru fram. Fyrir bragðið er það framleitt enn þann dag í dag og þykir með því besta sem völ er á. Á bak við hverja flösku eru rúmlega 300 ár af þekkingu, reynslu og fágun.
Karabíska eyjan Barbados er í raun fullkomin til rommframleiðslu. Þar vex sykurreyr sem er víðfrægur fyrir gæði sín og fínleika. Auk þess er grunnvatn eyjunnar fjórsíað gegnum jarðlög úr kalksteini sem gerir það að einu hreinasta vatni sem völ er á. Í Mount Gay romminu koma því saman framúrskarandi hráefni og aldagömul þekking, í bland við handverk sem varðveist hefur kynslóð fram af kynslóð.