ORGANIX var stofnað í Bretlandi árið 1992 og sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænum barnamat, fyrirtækið er í eigu HERO Group, sama fyrirtækis og á Corny vörumerkið.
Vöruúrval ORGANIX er fjölbreytt og miðar að því að mæta þörfum barna fyrir holla lífræna og næringarríka fæðu frá 6 mánaða til 6 ára aldurs.
ORGANIX byggir á þeirri hugmyndafræði að börn skuli eiga völ á mat sem gerður er úr besta mögulega hráefni sem í boði er hverju sinni. ORGANIX byggir framleiðslu sína á þremur loforðum sem sameinast í heiti fyrirtækisins um að nota ekkert "rusl" í vörur sínar (e. no junk promise):
Öll hráefni eru lífræn
Engin gerviefni, hvorki bragð- né litarefni
Ekkert viðbætt salt eða sykur
Uppskriftir ORGANIX eru einfaldar og hver vara er aðeins með 6 innihaldsefni að meðaltali eins og sjá má á umbúðum varanna.
Organix býður upp á eftirfarandi vörulínur:
Handhægar 100 gramma skvísur - Fyrir börn frá 6+ mánaða og 12+ mánaða
Skvísurnar eru gerðar úr blöndu af lífrænum ávöxtum, grænmeti og korni. Skvísurnar fást í 8 bragðtegundum.
Hrískökur í 40 gramma pokum - Fyrir börn frá 7+ mánaða
Hrískökurnar koma í fullkominni stærð fyrir litla fingur. Þær eru nógu stífar til að molna ekki en eru mjúkar fyrir litla góma. Í kökurnar eru bætt safa úr ávöxtum en engum aukaefnum sem á við um allar vörur frá Organix. Hrískökurnar fást í 4 bragðtegundum.
Létt og hollt maíssnakk í 15-20 gramma pokum - Fyrir börn frá 6+ mánaða og 7+ mánaða
Framleitt úr lífrænum maís, létt og bragðgott snakk fyrir vaxandi börn. Fjölbreytt form snakksins hjálpar barninu við að æfa samhæfingu milli augna og handa. Snakkið fæst í 4 bragðtegundum.
Kex í dýraformi sem kemur í 100 gramma kassa - Fyrir börn 12+ mánaða
Kexkökurnar eru ætlaðar smábörnum frá 12 mánaða aldri og eru fullkomnar fyrir litla könnuði sem hafa gaman af því að leika sér með matinn sinn!