Parés Baltà er fjölskyldu fyrirtæki staðsett í Penedes á Spáni og á rætur sínar að rekja aftur til 1790. Þau framleiða hágæða vín og cava úr eigin þrúgum sem koma frá víngörðunum þeirra fimm. Víngarðarnir eru staðsettir í kring um vínhúsið og í fjöllunum í Penedes. Mikill munur er á hæð víngarðanna sem og á jarðvegi og loftslagi, þetta gefur vínum þeirra sérstakan karakter. Öll vínræktin er lífræn og hefur verið það frá 2004. Víngerðin er í höndum tveggja kvenna og og gæði vínanna bera vott um þeirra frábæra árangur.