Öll vildum við vera flink eins og vanir barþjónar og geta hrist fram listagóða kokteila þegar gesti ber að garði. En auðvitað er það ekki þannig; til þess þarf margra ára þjálfun og reynslu bak við barborðið. En einstaka drykkir, sér í lagi vel heppnaðir líkjörar, eru samt sem áður svo ferlega skemmtilegir á bragðið að næstum allir geta hrist fram góðan drykk til að njóta á góðri stundu, í góðra vina hópi.
Þannig drykkur er brasilíski líkjörinn Passoa, sem er unnin úr ástaraldini, eða passion fruit eins og það heitir á ensku; þaðan er nafnið einmitt komið. Eiginlega skiptir varla máli hvað þú átt í ísskápnum, það fer örugglega vel með Passoa. Appelsínudjús, ananasdjús, tónik, sódavatn, trönuberjasafi, ginger ale – það skiptir bara ekki máli. Ísmolar, sneiðar af appelsínu, sítrónu eða lime-ávexti, jafnvel prosecco eða rósavín … við gætum haldið áfram lengi enn. Prófaðu bara! Passoa er aðeins 17% að áfengisinnihaldi og því hægt að blanda sér drykk eða tvo án þess að missa fótanna.