Vöru bætt við körfu

Pol Roger

Pol Roger

Saga Pol Roger kampavínsins nær aftur um 170 ár en stofnandi fyrirtækisins seldi sitt fyrsta kampavín árið 1849 og var fljótur að koma undir sig fótunum. Fyrirtækið óx og dafnaði enda kampavínið framúrskarandi. Pol Roger sjálfur féll frá fjörutíu árum síðar, árið 1899, en fjölskyldan tók við keflinu og þannig hefur það gengið allar götur síðan.

Í dag er það 5. kynslóð sömu fjölskyldu sem framleiðir hin geysivinsælu og eftirsóttu kampavín Pol Roger í alls sjö útgáfum: Réserve, Pure, Rich, Brut, Blanc de Blancs og Rosé, að ógleymdri sérstakri útfærslu sem heitir eftir Sir Winston Churchill, sem sjálfur kunni að meta kraftmikil og þroskuð kampavín. Aðeins allra bestu þrúgurnar eru nýttar í Churchill-útgáfuna og kampavínið þróað í takt við þær óskir sem Winston sjálfur hafði fram að færa þegar kampavín var annars vegar.

Enn þann dag í dag sækja þeir kröfuhörðustu í Pol Roger. Sem dæmi um það má nefna að í veislunni að lokinni brúðkaupsvígslu hans hátignar Harry prins af Wales og Meghan Markle, þann 19. maí 2018 var eingöngu boðið upp á Pol Roger Brut Reserve Non Vintage

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er