Vöru bætt við körfu

Protos Bodega

Protos Bodega

Protos var stofnað árið 1927 af hópi 11 vínbænda í Peñafiel, sem einblíndu á það að búa til bestu mögulegu vín, undir slagorðinu “ser primero” (að vera fyrstur). Nafnið Protos þýðir „fyrstur“ á grísku.

Protos varð fyrsti víngerðinn í Ribera del Duero-héraðinu og lagði grunninn að DO merkingunni sem stofnuð var 1982.

Í kringum 1970 byggði Protos neðanjarðargeymslu við Peñafiel-kastalann – yfir 2 km af göngum þar sem að þroskun vínanna fer fram.

Árið 2008 tók Protos í gagnið nýtt vínhús sem var hannað af enska arkitektinum Sir Richard Rogers ásamt Alonso Balaguer y Arquitectos Asociados. Byggingin er stórglæsileg, með bogadregnar þakgrindur sem minna á víntunnur.

Protos framleiðir rauðvín (Tempranillo / Tinta del País) og hvítvín (Verdejo) og rosé. Þrjár aðskildar víngerðir eru í Ribera (rauð), Rueda (hvít) og Cigales (rosé).

Árið 2025 var Protos valið „Besta vínhús í Spáni“ af lesendum National Geographic – fyrir gæði, sjálfbærni, nýsköpun og áreiðanleika.

Húsið er það mest sótta í Ribera del Duero með yfir 34.000 gesti á ári.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Vörum bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að bæta við körfu

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki var hægt að bæta við körfu

Aðeins aðilar með skráð vínveitingaleyfi geta pantað þessa vöru.  Vinsamlegast hafið samband við verslun@innnes.is ef leiðrétta þarf skráningu.