Vöru bætt við körfu

Quinta do Crasto

Quinta do Crasto

Saga víngerðar á sér djúpar rætur og merkar í Douro-dalnum, þar sem samnefnd á rennur gegnum Norður-Portúgal, frá austri þar sem hún á upptök sín á Spáni og í vesturátt að ósum sínum þar sem borgin Porto stendur við strönd Atlantshafsins. Dalurinn er með eindæmum frjósamur og þar er fyrir bragðið að finna marga aldagamla vínframleiðendur með mikla hefð á bakvið sig. Þeirra á meðal er vínhúsið Quinta do Crasto sem framleiðir ekki bara himneskar afurðir úr landsins gæðum heldur leggur áherslu á að taka vel á móti gestum. Sælkeraferðamennska er orðinn snar þáttur í starfseminni og enginn verður svikinn af heimsókn til Quinta do Crasto.

Þegar sagt er að hefðin standi á gömlum merg hjá þessari frægu portúgölsku víngerð þá er ekki verið að færa í stílinn; elstu heimildir um víngerð á staðnum eru dagsettar árið 1615 og víngerðin því ríflega 400 ára. Á það má benda í þessu sambandi að nafnið “Crasto” er dregið af latneska orðinu castrum sem merkir “rómverskt virki”. Snemma á sinni starfsævi var Quinta do Crasto sæmt gæðatitilinum Feitoria, sem þá var æðsta nafnbót sem vínhús í Portúgal gat öðlast. Síðan þá hefur hvergi verið slakað á kröfunum nema síður sé og í dag er staðurinn ekki bara framleiðandi fyrsta flokks rauðvíns, hvítvíns og púrtvíns, heldur framleiðir Quinta do Crasto hágæða ólífuolíu.

Sú framleiðsla er orðin býsna umfangsmikil og telur í dag um 45.000 flöskur á ári af bestu extra virgin ólífuolíu sem unnin er úr hinum lífrænt vottuðu ólífulundum fyrirtækisins.

Douro dalurinn er einstaklega fallegt og veðursælt svæði sem hefur dregið til sín gesti í leit að óviðjafnanlega fallegu landslagi og rólegu andrúmslofti. Sælkeraferðamennska verður sífellt vinsælli og Roquette-hjónin kunna að taka á móti fólki. Þessu til stuðnings má nefna að árið 2015 komu fleiri en 3500 manns í heimsókn, skoðunarferðir jafnt sem gistingu, og svo góður er aðbúnaðurinn að TripAdvisor veitt Quinta do Crasto sína bestu vottun

byggða á umsögnum gesta. Hvorki sannir sælkerar né vínáhugamenn mega láta hjá líða að kíkja við hjá þeim Jorge og Leonor, eigi þeir leið um Douro-dalinn.

Hægt er að kynna sér vínin og heimsóknir til Quinta do Crasto nánar á heimasíðunni þeirra, www.quintadocrasto.pt og með því að senda svo línu á þau gegnum tölvupóstfangið enoturismo@quintadocrasto.pt

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er