Vöru bætt við körfu

Remy Martin

Remy Martin

Borgin Cognac er í Suð-vestur Frakklandi, um 130 km norður af Bordeaux. Eins og gefur að skilja er borgin langfrægust fyrir koníaksgerð sem nær aftur um nokkur árhundruð. Þrúgan sem er að langmestu leyti notuð við gerð koníaks nefnist Ugni Blanc (sú sama og Ítalir kalla Trebbiano) og merkilegt nokk er hún svo þurr á bragðið og sýrurík að hún þykir jafnan með öllu ódrekkandi. En á hinn bóginn er hún einkar heppileg til eimunar og þroskast hún auk þess ævintýralega vel á eik. Fyrir bragðið blasir við að hún steinliggur til koníaksgerðar og má gera sér í hugarlund að endur fyrir löngu hafi menn gefist upp á að reyna að búa til boðlegt hvítvín úr þrúgunni og afráðið þess í stað að eima gerjað vínið og geyma.

Restin er – eins og sagt er – kafli í sælkerasögu heimsins.Langt er um liðið síðan hinn franski Rémy Martin hóf að búa til brandý í nágrenni áðurnefndrar borgar, Cognac, en hann setti fyrirtæki sitt á laggirnar árið 1724 og fagnar þessi frægasti koníaksframleiðandi heims 300 ára afmæli eftir tvö ár.

Mikið hefur vatn runnið til sjávar á þessum langa tíma hvað neyslu koníaks áhrærir. Í eina tíð hvarflaði ekki að neinum að hella neinu saman við þetta sparilega öndvegisáfengi, en í dag eru alvanalegt að kokteilar séu blandaðir úr koníaki og þykir jafn eðlilegt eins og að drekka það úr hinu belgvíða “snifter”- glasi með svörtu kaffi eftir matinn. Ýmsar útfærslur eru til af koníaki sem of langt og flókið mál er að þylja hér, en aðalatriðið er að kunna skil á eftirfarandi gerðum koníaks:

V.S.O.P. – Very Superior Old Pale, einnig nefnt Reserve. Blanda þar sem yngsta brandýið á að baki minnst 4 ár á eikartunnu.

X.O. – Extra Old, einnig nefnt Napoléon. Blanda þar sem yngsta brandíið á að minnsta kosti 10 ár að baki á eikartunnu.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?