Vöru bætt við körfu

Rio Mare

Rio Mare

Þegar Rio Mare kom fyrst á markað árið 1967 var sannarlega um byltingarkennda vöru að ræða. Fram til þessa hafði túnfiskur verið seldur eftir vigt en með því að selja hann í niðursuðudósum með einum skammti í hverri dós varð ekki aðeins til glænýr vöruflokkur heldur var brautin líka rudd fyrir nýjar aðferðir í markaðssetningu, umbúðum og miðlun upplýsinga.

Með tímanum hefur Rio Mare aukið úrval sitt af ljúffengum og heilsusamlegum vörum með fleiri fisktegundum og stöðugum nýjungum. Í fjölbreyttu og framúrskarandi vöruúrvali fyrirtækisins má nú finna túnfisk í ólífuolíu, túnfisksrétti, túnfisk í vatni, túnfisksalat, túnfisk fyrir pastarétti, lax, makríl og fiskálegg.

Um allan heim er Rio Mare táknmynd ósvikinna ítalskra bragðgæða, þökk sé hágæðafiski, bestu ólífuolíu sem völ er á, sérvöldu hráefni og rúmlega hálfrar aldar sérfræðiþekkingu. Enda er Rio Mare er mest selda vörumerkið fyrir niðursoðinn fisk á Ítalíu og í Evrópu allri.

Á hverjum degi hvetur Rio Mare milljónir fólks til að auka fiskneyslu sína með því að bjóða upp á einstaklega bragðgóðar uppskriftir og mikið næringargildi. Um leið eflir fyrirtækið orðspor vörumerkisins með því að styðja staðfastlega við sjálfbæra þróun.

Hjá Rio Mare snýst sjálfbær þróun um að taka upp sjálfbærar fiskveiðar, vernda vistkerfi sjávar, tryggja virðingu fyrir mannréttindum í allri aðfangakeðjunni og grípa til aðgerða til að bæta heilbrigði hafsins. Með stefnumótandi samstarfi við alþjóðleg frjáls félagasamtök á borð við WWF og Oxfam leitast Rio Mare við að breyta leikreglunum og setja ný viðmið fyrir niðursoðinn fisk.

Með gagnsærri aðfangakeðju getur Rio Mare auk þess tryggt fullkominn rekjanleika allra túnfisksvara sinna. 

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?