Rivetto er víngerð í fjölskyldueigu sem stofnuð var árið 1902 og er staðsett á milli svæðanna Sinio og Serralunga d’Alba í Piedmont-héraðinu í Norð-Vestur Ítalíu. Í fyrirtækinu býr reynsla og þekking fjögurra kynslóða við gerð úrvals-vína á borð við Barolo, Barbaresco, Barbera d’Alba, Dolcetto d’Alba, Langhe Nebbiolo og Nascetta. Nebbiolo er frábær þrúga, upprunnin í héraðinu, sem hefur skapað sér vinsældir fyrir þátt sinn í bragði Barolo og Barbaresco vínanna í Norð-Vestur Ítalíu. Þrúgan er ræktuð víða annars staðar, meðal annars í Bandaríkjunum, Ástralíu og Argentínu en er þó almennt talin njóta sín best á upprunaslóðunum í Piedmont. Nafnið Nebbio er dregið af ítalska orðinu „nebbio“ sem þýðir „þoka“ og vísar til þykkrar þokunnar sem skríður oft niður Langhe-hæðirnar um það leyti sem Nebbiolo-þrúgan þroskast á vínviðnum,langt inn í haustið. Einnig er sagt að nafnið vísi til ljósrar áferðarinnar – sem líkja má við þokuslæðu – sem dökklituð berin fá á sig þegar þau nálgast fullan þroska. Nebbiolo þrúgan þroskast seint á viðnum og þarf langt vaxtartímabil svo vinna megi úr henna hágæðavínin sem hún er þekkt fyrir. Í heimi vínsins telst Rivetto lítil víngerð, og það er þannig sem fjölskyldan vill hafa það. Víngerðin nýtur þess ótvíræða kosts að öll vínræktin fer fram á sama landsskikanum, með sama jarðveginum, á meðan stærri framleiðendur sem rækta vín á jarðskikum á mismunandi landsvæðum. Þetta gerir það að verkum að auðveldara er fyrir Enrico Rivetto og starfsfólk hans að hafa vökult auga með gæðum vínsins og tryggir um leið stöðugara bragð milli árganga. Kaupendur gæðavínanna frá Rivetto geta því gengið að gæðunum vísum.