Allir sem framleiða vodka leggja sig fram um að gera vökvann sem hreinastan, tærastan og bragðbestan. Það er þó ólíklegt að neinn framleiðandi leggi sig jafn rækilega fram og Russian Standard. Þetta fyrirtæki, sem rússneski frumkvöðullinn Roustam Tariko stofnaði, leggur ómælda fyrirhöfn á sig til að tryggja að útkoman sé vodka sem á engan sinn líka.
Í hinni hátæknilegu drykkjarverksmiðju sinni í St. Pétursborg er vökvinn leiddur gegnum alls um 200 stig eimingar, þá fer hann gegnum birkikol, gegnum kvarts úr Úralfjöllum til að skapa stöðurafmagn en það breytir sameindabyggingunni og gefur mýkra bragð. Loks fer vodkinn gegnum silfur til að útrýma öllum mögulegum örverum. Útkoman er tærasta vodka sem völ er á. Loks er vökvinn „hvíldur“ til að hið endanlega vodka sé í eins góðu jafnvægi og hægt er þegar það er loks sett á flöskur. Þetta gerir sárafáir vodkaframleiðendur því það kostar skiljanleg bæði tíma og peninga. En Russian Standard láta einskis ófreistað til að ná fram fullkomnum vodka.
Hver einasta flaska af Russian Standard ber innsiglaðan tappa til merkis um það þetta er rússneskt vodka, framleitt í Rússlandi, úr rússnesku hráefni, sett á flöskur í Rússlandi. Ef einhver efast þá er nóg að lesa á flöskumiðann. Þar stendur eftirfarandi: Русский Стандарт