Sauza
Saga Sauza, eins þekktasta framleiðanda tequila í heimi, hefst árið 1873 þegar Don Cenubio Sauza festir kaup á gamalli tequila-gerð og nefnir upp á nýtt „La Perseverancia“ sem merkir „sú sem heldur út“. Hann reyndist út af fyrir sig sannspár með þessari nafngift því Sauza hefur þraukað í gegnum miklar þrautir allt til dagsins í dag. Sonur stofnandans, Don Eladio Sauza, var aðeins tvítugur að aldri þegar hann tók við taumunum árið 1903. Hinn ungi Don Eladio var slyngur í viðskiptum og tengdi tequila markvisst við þjóðarstolt á þessum umbrotatímum. Fyrir bragðið átti tequila vísan stað í hjarta heimamanna og tengdist mexíkóskri þjóðarsál um ókomna tíð.
Sauza hefur ávallt gætt þess að vera í fararbroddi og það hefur skilað sér í því að það náði þeim stalli árið 2007 að vera í 15. sæti á heimsvísu á listanum yfir mest seldu sterku áfengistegundirnar. Það er sömuleiðis langvinsælasta tequila veraldar. Um gæði Sauza þarf út af fyrir sig ekki að fjölyrða og þátt þeirra í vinsældunum, en hitt er líka óumdeilt að tequila er afskaplega þægilegt og auðdrekkanlegt, hvort sem þess er notið óblandað sem skot eða í hinum ótal kokteilum og drykkjarblöndum sem til eru með tequila enda blandast það framúrskarandi vel með hvers konar drykkjum og bragðgjöfum.
Tequila er til í nokkrum mismunandi útfærslum og munar mestu um hvort og þá hversu lengi vökvinn er látinn þroskast á eikartunnum. Sauza Silver er til að mynda kristaltært, í nefi má greina grænt epli, blómatón og fingerðan kryddkeim. Í munni er sætur agave-keimurinn þrunginn grænu epli og sítrustónum.
Sauza Gold er aftur á móti fagurgyllt á litinn og í nefi eru karamellu- og vanillutónar allsráðandi, rétt eins og bragðið er í munni. Hvor tegundin um sig býður upp á ótal möguleika til samsetningar, ekki síst þegar margaríta er annars vegar.