Vinsælasta gerð gins í veröldinni er það sem kallast London Dry Gin. Það er í raun glæra ginið sem allir þekkja. Það kann því að koma á óvart að þegar hið nýstofnaða drykkjarframleiðslufyrirtæki Sipsmith setti á laggirnar alvöru eimingarbúnað úr kopar árið 2009 í Hammersmith-hverfinu í London, var það í fyrsta skipti sem slíkar græjur voru í notkun í höfuðborg ginsins frá árinu 1820. Auk þess var grafin upp ævaforn uppskrift að úrvalsgini, þar sem einiber eru vitaskuld í aðalhlutverki, en sítrusbörkur og vandlega samansettur vöndur af blómum og jurtum fullkomna bragðið.
Fyrirhöfnin var með það fyrir augum að framleiða handverks-gin í allra hæsta gæðaflokki og skilaði sér í Sipsmith gini, sem þegar hefur rakað að sér ýmsum verðlaunum á skömmum tíma, enda er það silkimjúkt og aðgengilegt, og hentar jafnvel í martini og í G&T, auk fjölda annarra kokteila.
Rekstur Sipsmith hefur sprungið út í kjölfar velgengni og vinsælda ginsins og höfuðstöðvar og framleiðsla er flutt í Chiswick-hverfi Lundúna. Þar er hægt að bóka heimsóknir til að fræðast um sögu gins, læra að búa til dúndurgóða kokteila og smakka, svo hægt sé að ákveða hverja af tegundunum fimm þú tekur með þér heim.