Hvert fyrirtæki hefur að geyma sína eigin menningu. Hjá Storck er sannfæring og viðskiptastefna til staðar og myndar þetta tvennt nokkuð mjög sérstakt, heiðarleika sem gefur til kynna hvers konar samskipti fyrirtækið á við neytendur, starfsfólk, samstarfsaðila og birgja sína. Það er aðeins á slíkum grundvelli sem fyrirtæki getur haldið áfram að vaxa og notið farsældar og það er af sömu alúð sem Storck sinnir sínum vörumerkjum. Hérlendis eru þekktust þeirra, Toffifee, Werther’s Original og Merci. Allt eru þetta þekktar og dáðar vörur hjá íslenskum neytendum og hafa verið um árabil.