Tabasco sósurnar eiga uppruna sinn í Louisiana fylki í Bandaríkjunum og enn er fylgt upprunalegu uppskriftinni sem er frá árinu 1868. Tabasco hefur notið gríðarlegra vinsælda út um allan heim og er eitt af þekktari vörumerkjum sem til eru. Tabasco sósurnar má nota bæði í hvers konar drykki og mat. Þekktasti drykkurinn sem inniheldur Tabasco er hinn frægi drykkur Bloody Mary.
Það sem gerir Tabasco sósurnar svo sérstakar er hið langa framleiðsluferli en Tabasco piparinn er látinn liggja í eikartunnum í þrjú ár áður en honum er tappað á flöskur.