Vöru bætt við körfu

Te & Kaffi

Te & Kaffi

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins og rekstur kaffihúsa.

Innnes er sölu- og dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði ásamt meirihluta smásölumarkaðs. Þá er uppsetning, þjónusta og viðhald á kaffi- og vélbúnaði Te & Kaffi einnig í höndum Innnes á þeim mörkuðum sem Innnes selur og dreifir.

Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins. Með aukinni vitund neytenda um hágæðakaffi hafa sóknarfæri Te & Kaffi aukist til muna á síðustu árum. Strangt gæðaeftirlit á öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggja gæði sem kaffiunnendur á Íslandi geta treyst. Val á réttu hráefni skiptir höfuðmáli og er kaffið smakkað af þaulvönum kaffisérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Með nýrri tækni við ristun hafa gæði kaffisins aukist enn frekar.

Á kaffihúsunum Te & Kaffi, á höfuðborgarsvæðinu hafa kaffibarþjónarnir fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina fyrirtækisins.

Íslendingar hafa einstakt dálæti á kaffinu frá Te & Kaffi og var það valið þriðja árið í röð uppáhaldskaffi þjóðarinnar! (Könnun Zenter október 2019)

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru