Te & Kaffi

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins, og rekstur kaffihúsa.

Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins. Með aukinni vitund neytenda um hágæðakaffi hafa sóknarfæri Te & Kaffi aukist til muna á síðustu árum. Strangt gæðaeftirlit á öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggja gæði sem kaffiunnendur á Íslandi geta treyst. Val á réttu hráefni skiptir höfuðmáli og er kaffið smakkað af þaulvönum kaffisérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Með nýrri tækni við ristun hafa gæði kaffisins aukist enn frekar.

Te & Kaffi framleiðir tvær tegundir af kaffivörulínum fyrir neytendamarkað sem kallast brúna línan og hvíta línan. Kaffið í brúnu línunni er ristað í litlum brennsluofni (e. micro roast) staðsettum í Te & Kaffi við Aðalstræti en mikil áhersla er lögð á að kaffið sé nýristað og ferskt. Í brúnu línunni eru aðallega akurgreindar tegundir (e. single origin) frá bestu ræktunarsvæðum heims, allt frá Los Vulcanos í Guatemala til Gayo fjallgarðsins á Sumatra í Indónesíu. Í hvítu línunni eru úrvals kaffiblöndur sem eru sérvaldar af brennslumeisturum okkar og fást blöndurnar bæði sem heilar baunir og sem malað kaffi. Þegar þú kaupir kaffi frá Te & Kaffi getur þú treyst gæðunum 100%. Ventillinn á kaffipokunum okkar gerir okkur kleift að pakka kaffinu strax eftir ristun, sem annars er ekki hægt ef enginn ventill er á pokanum. Þetta, ásamt nálægð okkar við markaðinn, þýðir að við getum haldið kaffinu fersku bæði betur og lengur en hægt er með kaffi sem pakkað er á hefðbundinn hátt.

Á kaffihúsunum Te & Kaffi, á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, hafa kaffibarþjónarnir fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina fyrirtækisins.

Te & Kaffi býður einnig fjölda tegunda af tei en te er drykkur lagaður úr laufum terunnans, camellia sinensis. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate eru í raun ekki te heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum eða nálum rauðrunnans og innihalda ekki koffín. Mikilvægt er að gæta að nákvæmni við lögun mismunandi tetegunda og huga vel að hitastigi og stöðutíma.

Íslendingar hafa einstakt dálæti á kaffinu frá Te & Kaffi, sem er skv. könnun uppáhaldskaffi þjóðarinnar!