Vöru bætt við körfu

The Dalmore

Einkenni Dalmore-viskís er dádýrstarfurinn, en goðsögnin segir að slík skepna hafi ráðist að Alexander III Skotakonungi er hann var á veiðum ásamt föruneyti árið 1263. Enginn viðstaddra hreyfði legg né lið af ótta nema sá galvaski aðalsmaður Colin af Kintail. Hann tók af skarið á ögurstundu og rak spjót rakleiðis í enni tarfsins, og bjargaði þannig lífi konungs.

Dalmore viskíið hefur þá sérstöðu að vera þroskað á tveimur mismunandi viðarámum, bandarískum notuðum bourbon-ámum og svo sherry-tunnum. Þetta ljær viskíinu sérstætt bragð, þar sem meðal annars er að finna möndlur, kaniltóna, engifer og sítrus, í bland við vanillu, hunang og suðrænar ávaxtanótur.

Er þá ótalið að viskígerð The Dalmore nýtur góðs af þeirri sérstöðu að eiga í ómetanlegu viðskiptasambandi við sérrígerðina González Byass, því þaðan koma afar fágætar sérríámur sem áður geymdu 30 ára Matusalem oloroso sérrí. Engin önnur viskígerð hefur aðgang að slíkum tunnum og vískí sem fær að hvílast á þeim fær óviðjafnanlegan keim af súkkulaði og appelsínum.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er