Twinings

Twinings hóf að selja te í Englandi árið 1706. Twinings hefur framleitt hágæða te síðan 1706 og er einn elsti teframleiðandi í heimi. Twinings te er vel þekkt um alla veröld og fyrir marga þýðir te einfaldlega bara Twinings.

Nú, 300 árum seinna, er fyrirtækið heimsþekkt fyrir hágæða teblöndur sem seldar eru í meira en 100 löndum. Fyrirtækið er enn í eigu Twinings fjölskyldunnar. Twinings stendur fyrir sífelldum vöruþróunum og er fyrirtækið öflugt í markaðssetningu á nýjum drykkjum til að mæta síbreytilegum kröfum neytenda.

Í dag framleiðir fyrirtækið yfir 500 tegundir af te. Óhætt er að fullyrða að allir teunnendur geti fengið eitthvað við sitt hæfi þar sem vöruval fyrirtækisins er gríðarlegt. Twinings er meðlimur í samtökunum “Ethical Tea Partnership”, alþjóðaleg samtök sem kanna ástandið í teframleiðslu um heim allan og sjá til þess að teræktendur fari eftir settum reglum og lögum þ.e.a.s. í sambandi við aldur vinnuafls, lágmarkslaun, menntun, öryggi húsnæði o.s.frv. Twinings er fágað te sem sannir teunnendur kunna að meta.