Á bakvið írska vismíið Tyrconnell er þjóðsaga sem ku vera dagsönn. Árið 1876 ákvað hrossabóndinn R.M. Delamere að skrá gæðing sinn, Tyrconnell, til keppni í National Produce Stakes kappreiðunum. Öllum að óvörum bar hesturinn Tyrconnell sigur úr býtum, þvert á líkurnar sem settar voru á hestinn. Mannfjöldinn fagnaði hinum óvænta sigurvegara ákaft og þar á meðal var áfengisframleiðandinn A.A. Watt. Svo hrifinn var hann að ákveðið var að búa til viskí í mjög takmörkuðu magni til heiðurs sigurvegaranum og með hans nafni.
Þegar til kastanna kom reyndist Tyrconnell viskíið svo geysivel heppnað og ótrúlega vinsælt að ekki var annað hægt en að halda framleiðslunni áfram til að anna gífurlegri eftirspurninni. Slík var salan að áður en áfengisbannið var sett á í Bandaríkjunum var Tyrconnell vinsælasta írska viskíið. Í dag er það framleitt undir vökulu auga írsku Kilbeggan viskígerðarinnar sem gætir þess að gæðin séu ávallt hin sömu, en enn þann dag í dag ber hver flaska af Tyrconnell Single Malt sem framleidd er sömu myndskreytinguna og forðum var – af hinum frækna fáki Tyrconnell sem sigraði öllum að óvörum kapphlaupið árið 1876.