Vöru bætt við körfu

Vidal Fleury

Vidal Fleury

Nálægt borginni Lyon í miðhluta Frakklands er að finna eitt af frægustu vínsvæðum Frakklands og veraldar allrar, Rhone.  Hérna liðast Rhone áin í gegnum ótrúlegt landslagið sem einkennist af mjög bröttum hlíðum víngarða margra af þekktustu vínhúsum Frakklands.

Hér í upprunasvæði Syrah þrúgunnar hafa vín verið ræktuð að minnsta kosti frá tímum rómverska heimsveldisins, þó margir telji víngerð á svæðinu ná enn aftar í söguna.  Aðrar þrúgur eru einnig mikilvægar í svæðinu og þá sérstaklega Grenache og Mourvédre, Syrah er hinsvegar það sem skiptir mestu máli.

Þekktustu vín svæðisins eru án efa hin mögnuðu Cote-Rotie vín sem ræktuð eru í kringum smábæinn Ampuis.  Svæðið í kringum hentar einstaklega vel til víngerðar því þarna tekur Rhone áin á sig sveigju og rennur í til suðvesturs.  Snar brattar suðurhlíðar svæðisins njóta því mikillar sólar stóran hluta dagsins á sumrin sem gerir vín þaðan kraftmeiri en á flestum öðrum stöðum.

Cote-Rotie skiptist í tvö undirsvæði annarsvegar Cote-Brune og Cote-Blonde og ræðst nafnið af jarðvegs samsetningu vínekrana.  Í Cote-Brune er járnríkur sandsteinn ríkjandi og í Cote-Blonde er kalksteinn og granít ríkjandi.  Cote-Brune vínin eru fyrir vikið kraftmeiri og tannín ríkari en Cote-Blonde eru arómatískari.

Í Ampuis er að finna elsta vínhúsið í Rhone, Vidal Fleury, en Josehp Vidal stofnaði vínhúsið árið 1791 og sjá má fjölmargar byggingar í bænum sem merktar eru vínhúsinu.  Árið 1984 keypti Etienne Guigal einn frægast víngerðarmaður Frakka vínhúsið.  Guigal hafði starfað í 22 ár hjá Vidal Fleury og ákvað að reka það áfram undir nafninu Vidal Fleury jafnvel þótt hann hafði áður stofnað fyrirtæki undir eigin nafni.

Fyrir nokkrum árum hófst mikil nútímavæðing hjá Vidal Fleury.  Fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði í útjaðri Ampuis og er nýjasta tækni notuð í hvívetna til að tryggja hámarksgæði vínanna.  Vín fyrirtækisins taka mið af þessu, en þau eru í senn nútímaleg og hefðbundin.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?