Vínhúsið er staðsett í Barr, í Alsace í norð-austur hluta Frakklands og var stofnað árið 1896 af Willm fjölskyldunni. Síðan þá hafa vínin þeirra orðið heimsþekkt fyrir að hafa gott jafnvægi, stíl og að vera fínleg. Þeir voru fyrstir frameiðenda í Alsace til að flytja vín til Bandaríkjanna eftir að bannárunum lauk þar og eru nú á meðal leiðandi útflytjanda í Alsace til Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu. Gott vín byggir fyrst of fremst á góðum þrúgum og hjá Alsace Willm eru þær allar handtíndar. Vandlega er hugað að öllum þáttum í vínræktinni og víngerðainni svo að til verði vín sem hafa klassískan stíl og eru lífleg en fínleg.
Saga þessa víðfræga framleiðanda hefst árið 1896, mitt í hinni sögulegu vínekru
Clos Gaensbrœnnel. Þetta svæði, sem er að finna neðst í Kirchberg de Barr, en ræktunarlandið nýtur góðs þurru og sólríku veðurfari og leir- og kalksteinsríkan jarðveg sem saman gera að verkum að þetta terroir er í allra hæsta gæðaflokki
Þar setti Willm ættin á stofn samnefnda víngerð fyrir meira en 120 árum síðan og frá fyrstu tíð hefur framleiðslan borið með sér hið einstaka ræktunarland og um leið fjölbreytileikann sem er í landslagi staðarins.
Víngerðarmennirnir hjá Maison Willm hafa sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðsluna og öll víngerð fer fram með algerri virðingu fyrir landinu og náttúrunni. Hjá Willm er sú staðreynd í hávegum höfð að jarðvegurinn og umgengnin við náttúruna er það sem mestu máli skiptir fyrir vínviðinn og þrúgurnar sem hann skilar af sér. „Það er jörðin sem getur af sér öll stórkostleg vín, því megum við aldrei gleyma,“ segir einmitt Jean-Luc Ostertag, einn víngerðarmeistaranna hjá Willm.
Framleiðslan er umfangsmikil og meðal þrúgna sem vín er framleitt úr hjá Willm eru Pinot Noir, Pinot Gris, Gewürztraminer, Sylvaner, Riesling og Muscat. Úr þeim er svo framleitt hvítt, rautt, rósavín, sætvín og loks má finna nokkrar gerðir snafsa innan framleiðslunnar.