Vöru bætt við körfu
Bylting í þjónustu við fagfólk í matvörugeiranum!
03. nóvember 2025
Innnes kynnir nýtt app – stórt skref á stafrænni vegferð
Innnes hefur sett á markað nýtt app sem einfaldar og hraðar pöntunum fyrir fagfólk í matvæla- og veitingageiranum.
Eftir mikinn vöxt í vefversluninni sér Innnes tækifæri í að færa þjónustustigið enn nær daglegu starfi viðskiptavina sinna.
Í dag nota margir viðskiptavina okkar símann til að panta í gegnum vefverslun, en með nýju appi er hægt að stíga næsta skref; að bjóða upp á meiri hraða, betra aðgengi og sérhannað viðmót fyrir snjallsíma !
Með appinu styrkir Innnes stöðu sína sem leiðandi aðili á matvörumarkaði hvað varðar fyrsta flokks stafræna þjónustu við viðskiptavini.
Appið gerir fyrirtækjum kleift að panta vörur hvar og hvenær sem er, með fullu aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali Innnes.
Notendur appsins geta skoðað pantanir, endurpantað vörur með einföldum hætti, vistað vörulista, og nýtt sér snjalla leit og strikamerkjaskanna til að finna réttu vörurnar á nokkrum sekúndum.
Með tilkomu appsins erum við að færa okkur enn nær viðskiptavininum og spara tíma við pantanir í amstri dagsins.
Helstu eiginleikar appsins:
✅ Yfirlit yfir pantanir og vörur - auðvelt að endurpanta og fylgjast með stöðu pantana
✅ Snjöll leit - finnur réttu vöruna á svipstundu
✅ Vörulistar - vista reglulegar pantanir og flokka eftir deildum eða tilefnum
✅ Strikamerkjaskanni - pantar vörur beint úr hillunni með símanum
✅ Tilkynningar - tryggja að notendur séu alltaf með nýjustu upplýsingar
Hér má finna nánari upplýsingar um appið.
Byrjaðu að einfalda líf þitt - sæktu Innnes appið núna í App Store og Google Play.