Vöru bætt við körfu

Gaggia La Solare

Gaggia La Solare

La Solare er ný stórglæsileg kaffivél með 7“ snertiskjá og allt að 12 mismunandi drykki á hverri síðu. Vélin er öflug, mjög hljóðlát og einstaklega smekklega hönnuð. Býður upp á frábæra möguleika þar sem krafist er úrvals kaffibolla með einfaldri sjálfsafgreiðslu. Sjálfvirk kaffivél sem malar baunir og lagar espresso,tvöfaldan espresso, cappuccino,caffé latte, macchiato,venjulegt kaffi, americano, súkkulaði ofl.

Vélin er búin tveimur baunahólfum sem hvort um sig ber 1 kg. og er þ.a.l hægt að bjóða upp á tvær mismunandi baunategundir, dökkristaða blöndu og meðalristaða blöndu sem víkka til muna þá drykkjarmöguleika sem í boði eru og nýtist vélin þ.a.l breiðari hóp notenda.

Auk tveggja baunahólfa er vélin búin hólfi fyrir kakóduft.

Sjálfvirk flóun á ferskri mjólk með gufu, (0,8 lítra gufuketill) hægt að stilla hvern mjólkurdrykk fyrir sig (samsetning froðu og flóunar), auðvelt þrifakerfi á mjólkurkerfi.

Hægt er að fá vélina útbúna einu baunahólfi, mjólkur- og kakóduftshólfi, þannig er hún ekki búin flóun á ferskri mjólk sem minnkar umhirðu til muna.
Heitt vatn fyrir te.

Tvöfalt afgreiðslukerfi, bæði á mjólkur og kaffistútum.

Ný gerð bruggara, hitað „stainless-steel“  brugghólf sem tryggir jafnara hitastig á bruggaranum sem skilar sér í mun meiri gæðum á drykkjum sem vélin afgreiðir.

Helstu kostir:

  • Beintengd við vatnslögn
  • Díóðulýsing að framan og með hliðum
  • Hreyfanlegur stútur fyrir mismunandi stærðir af glösum
  • Mjólkurkælir sem tekur allt að 4 lítra að mjólk
  • Auðveld og þægileg í notkun og þrifum
  • Frárennslisslöngu þarf að tengja við vask/niðufall

Stærð:

  • Hæð: 79 cm (gera þarf ráð fyrir 100 cm hæð þar sem vélin er toppfyllt)
  • Breidd: 36 cm (65 cm með mjólkurkæli)
  • Dýpt: 58 cm

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?