Heinz

Heinz vörumerkið á sér langa sögu en það var árið 1869 sem tveir ungir menn, Henry J. Heinz og L. Clarence Noble, settu sína fyrstu vöru á markað undir merkinu Heinz & Noble í Pittsburgh, Pennsylvaniu. Það var svo árið 1876 sem þeir hófu að selja tómatsósu.

Þegar að Henry J Heinz var að ferðast með New York járnbrautalestinni sá hann auglýsingu á veggspjaldi fyrir skófyrirtæki sem auglýsti 21 tegund af skóm. Hann var hrifinn af auglýsingunni og taldi saman fjölda vara sem fyrirtæki hans framleiddi, hann ákveður 57 – þó að það væri meira, jafnvel þá! Í þessari lestarferð varð því til slagorðið Heinz 57 varieties .

Heinz er þekktast fyrir tómatsósuna en í dag eru framleiddar fjölmargar vörur undir Heinz vörumerkinu.