Vöru bætt við körfu

Sjálfbærnistefna og samfélagsleg ábyrgð

Innnes leggur áherslu á að vinna að samþættingu samfélags, umhverfis og efnahags með sjálfbærni að leiðarljósi og skapa þannig umbætur og velmegun í samfélaginu.

Innnes hefur greint starfsemi sína og vinnur út frá þeim þáttum sem talin eru að hafi mest áhrif á starfsemi fyrirtækisins og virðiskeðju þess. Heimsmarkmið Sameinuþjóðanna númer 2,3,5,8,12 og 13 falla undir starfsemi fyrirtækisins og eru grunnur að forgangsröðun markmiða og aðgerða sem fylgt er eftir.

Samfélagið:

Mannauður

 • Innnes starfar samkvæmt mannauðsstefnu sem hefur það markmið að stuðla að almennri starfsánægju og góðum starfsanda á vinnustaðnum. Við leggjum áherslu á eftirsóknarvert starfsumhverfi, öfluga liðsheild, jákvæð og árangursrík samskipti, árangur með góðri frammistöðu allra, fræðslu og þjálfun sem stuðlar að vexti. Gildin okkar eru gleði og fagmennska. Sjá mannauðsstefnu Innnes.
 • Innnes leggur áherslu á að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan allra starfsmanna sinna. Innnes býður starfsfólki sínu upp á líkamsræktarstyrk, árlegar bólusetningar og heilsufarsmælingar. Að auki leggur Innnes kappkost á að hafa fjölbreyttan og heilnæman matseðil í mötuneyti sínu, Matnes. Innnes er reyklaus vinnustaður.
 • Hjá Innnes er núll-slysastefna, eitt slys er einu slysi of mikið. Lögð er áhersla á forvarnir og þjálfun starfsmanna í vöruhúsi í öryggismálum, sjá öryggisstefnu Innnes.
 • Innnes leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs félagsins njóti sín sem best. Innnes er með jafnréttis- og jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012. Sjá Jafnréttis- og jafnlaunastefnu Innnes.

Viðskiptavinir

 • Innnes tryggir gæði og öryggi matvæla og kappkostar að afhenda ávallt gæðavöru úr úrvals hráefni til viðskiptavina sinna. Innnes er með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 22000. Sjá gæðastefnu Innnes.
 • Sem einn af stærstu matvælabirgjum Íslands telst Innnes til þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja sem tryggir fæðuöryggi og framfærslu landsmanna og ber því ábyrgð á dreifingu nauðsynja um land allt.
 • Innnes setur viðskiptavininn í öndvegi og veitir þjónustu sem tekur mið af væntingum hans. Góð samskipti skipa þar stóran sess, hvort sem um innri eða ytri viðskiptavini er að ræða.
 • Starfsfólk Innnes leggur höfuðáherslu á þjónustulipurð, góð persónuleg samskipti við viðskiptavini og nákvæma afgreiðslu pantana á réttum tíma.

Birgjar

Umhverfið:

 • Innnes starfar samkvæmt umhverfistefnu og hefur sett sér umhverfismarkmið þar sem leitast er við að draga úr sóun, vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun. Innnes fylgist stöðugt með og miðlar árangrinum til hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að virkja umhverfisvitund allra starfsmanna með þjálfun, kynningum og sýnilegum upplýsingum. Sjá umhverfisstefnu Innnes.
 • Innnes vinnur stöðugt að því að minnka úrgang og auka endurnýtingu á öllum sviðum starfseminnar. Áhersla er lögð á að hámarka líftíma hverrar vöru með fyrsta flokks aðstöðu og kjörhitastigi. Innnes vinnur í samstarfi við utanaðkomandi aðila að minnka matarsóun og gefa eða endurvinna ósöluhæf matvæli.

Efnahagur:

 • Hjá Innnes starfa um 190 manns frá 18 þjóðernum, 26% konur og 74% karlmenn.
 • Lögð er áhersla á aukna framleiðni með fjölbreytni og tækninýjungum og rekur Innnes hátæknivöruhús það eina sinna tegundar á Íslandi.
 • Innnes hefur verið starfrækt síðan 1987 í innflutningi og dreifingu á matvælum með góðum árangri og ört vaxandi og tryggri starfsemi. Árið 2020 fór veltan yfir 10 milljarða.

Samþykkt af stjórn Innnes í júní 2022.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er