Tyggðu Extra til góðra verka

Extra styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi í gegnum átakið „Tyggðu Extra til góðra verka“ en verkefninu er ætlað að stuðla að betri tannheilsu barna í þróunarlöndum. Sams konar samstarf hefur átt sér stað undanfarin ár í Svíþjóð og Noregi og gefist afar vel. Með þessu átaki má draga verulega úr framtíðar heilsuvandamáli barna með fræðslu um tannhirðu og mikilvægi hennar. Vandinn er ekki vöntun á tannlæknum heldur er um að ræða vanþekkingu á tannhirðu, t.d. hversu mikilvægt það er að bursta tennurnar reglulega.

Af hverjum seldu tyggjói í október og nóvember n.k. mun Extra leggja 0,15 krónur til SOS barnaþorps í Ghana & Botswana til að fjármagna tannhirðuverkefni barna í þessum löndum.

Síðan 2017 hafa safnast yfir 5,5 milljónir á Íslandi.

Extra

Extra vörurnar eru framleiddar af Wrigley’s, stærsta framleiðanda tyggigúmmís í heimi, og eru þekktar og elskaðar um allan heim. Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

Extra…gott bragð fyrir heilbrigðar tennur.